Skilmálar

Upplýsingar um seljanda
Vistin - útivist og fleira ehf
Heimilisfang: Njörvasund 40, 
104 Reykjavík
Sími: 8981354
Kennitala: 710321-0510

VSK-númer: 140767

Greiðslumöguleikar
Hægt er að greiða fyrir vörur með kreditkorti í gegnum greiðslusíðu SaltPay eða með millifærslu.

Afhending vöru
Þegar þú verslar á vistin.is getur þú valið um að fá vöruna senda heim að dyrum eða sækja á Vistina, Njörvasundi 40. Ef verslað er fyrir 15.000 krónur eða meira eru vörurnar sendar að kostnaðarlausu en fyrir pantanir undir 15.000 krónum bætist við sendingarkostnaður. Ef þú vilt skipta eða skila vöru þá er það þér að kostnaðarlausu. Hægt er að skipta og skila hjá Vistinni, eða senda með Póstinum á Vistina, Njörvasundi 40, 104 Reykjavík. 

Pöntunin fer í póst eins fljótt og auðið er eftir að pöntun hefur verið staðfest og greiðsla móttekin.

Ef vara er merkt uppseld í netverslun má endilega hafið samband við okkur og tryggja sér viðkomandi vöru með næstu sendingu. 

Skilafrestur
Veittur er 30 daga skilaréttur við kaup á vöru að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalegum umbúðum og í því ástandi sem hún kom til þín. Útsöluvörur fást ekki endurgreiddar, en velkomið er að fá inneign eða skipta í aðra vöru eða stærð. Greiðslukvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja með ef um vöruskil er að ræða. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt.

Endurgreiðsla er gerð á sama kreditkort eða bankareikning og kaupin áttu sér stað með upphaflega og athugið að endurgreiðsla getur tekið allt að 5 virka daga að ganga í gegn. Þetta getur verið mismunandi eftir kortafyrirtækjum/þjónustum og getum við því miður ekki haft áhrif á þetta.

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur. Vistin áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Persónuvernd
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu.

Ábyrgðarskilmálar
Ef vara telst gölluð munum við skipta henni eða endurgreiða, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini.  Athugið að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, þvotti, vanrækslu, venjulegu sliti eða eðlilegu litatapi sem verður við notkun og eða sökum aldurs vörunnar.

Svo hægt sé að meta hvort vara sé gölluð þarf að skila henni til Vistarinnar.